Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, hélt á fund Elísabetar II Englandsdrottningar til að fá umboð drottningar til að mynda ríkisstjórn. Forsætisráðherrann hefur sagt frá áætlun sinni um að mynda ríkisstjórn með Lýðræðislega sambandsflokknum (DUP) á Norður-Írlandi. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Á fundi fyrir utan Buckingham-höll, sagði May að hún vildi vinna með DUP til að tryggja stöðugleika og vissu fyrir framtíðina. Flokk forsætisráðherrans vantaði 8 sæti upp á þau 326 sem þurfti til að mynda hreinan meirihluta. DUP hlaut 10 þingsæti í kosningunum.