Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er nú í New York, þar sem að hún ræðir við forstjóra í fjármála- og tæknigeirunum. Þessu greinir Financial Times frá.

Í heimsókninni hyggst hún sannfæra yfirmenn stórfyrirtækja í Bandaríkjunum um ágæti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og hvernig best væri að gera svo án þess að skaða samband Bretlands við viðskiptalíf í Bandaríkjunum.

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretland, fylgir henni í heimsókninni. Í sameiningu vilja þau finna leiðir til að auka viðskiptatengsl milli Bretlands og Bandaríkjanna.