Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tekur ekki þátt í sjónvarpskappræðum í aðdraganda þingkosninga í Bretlandi sem haldnar verða 8. júní næstkomandi. Hún segist nú þegar þurfa að standa í stappi við andstæðinga sína vikulega í þinginu í fyrirspurnartíma forsætisráðherra að því er kemur fram í frétt CNN um málið.

Stjórnarandstæðingar saka forsætisráðherrann um heigulsskap. „Ef hún er svona stolt af gjörðum sínum, hvers vegna er hún ekki reiðubúin að verja þær í kappræðum?“ spyr Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra Demókrata spyr: „Hvað hræðist hún?“