*

föstudagur, 20. október 2017
Erlent 5. september 2012 11:08

McDonalds skiptir kjötinu út fyrir kartöflur

Skyndibitarisinn McDonald's kemur til móts við mismunandi trúarhópa á Indlandi og ætlar að opna grænmetisstað.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hamborgarakeðjan McDonald's ætlar að snúa við blaðinu á Indlandi á næsta ári og opna tvo veitingastaði sem munu bjóða upp á kartöfluborgara í stað venjulegra hamborgara. Stjórnendurnir vonast til þess að breytinging muni höfða til grænmetisæta. Þetta verða fyrstu grænmetisborgarastaðirnir í risasamstæðu McDonald's.

Veitingastaðirnir verða báðir í norðurhluta Indlands í nágrenni við helga staði hindúa og sjíka. Bloomberg-fréttaveitan bendir á að skyndibitakeðjan hafi fram til þessa komið til móts við trúarhópa og býður t.d. hvorki upp á nauta- og svínakjötsborgara á matseðli McDonald's þar sem hindúar og múslímar eru í meirihluta íbúa. 

McDonald's rekur 271 skyndibitastað á Indlandi. Enginn staður MdDonald's er lengur hér á landi.

Stikkorð: McDonald's