Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu Geirs H. Haarde. Dómur MDE var birtur á v ef dómstólsins í morgun . Einn dómari af þeim sjö sem dæmdu í málinu skilaði séráliti um að skort hafi á skýrleika refsiheimilda.

Geir var sakfelldur í Landsdóms árið 2012 fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál í aðdraganda falls íslensku viðskiptabankanna.

Geir hefur borið fyrir sig að hann hafi verið sakfelldur fyrir brot á reglum sem hafi ekki verið nægilega skýrar og uppfylli ekki kröfur um skýrleika refsiheimilda. Einnig hafi hann ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem ákvörðunin um málshöfðun hafi verið á pólitískum grundvelli.

Landsdómur sýknaði Geir sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldi í einum lið líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um . Geir var sakfelldur fyrir að framkvæma ekki það sem fyrirskipað er í 17. grein stjórnarskrárinnar um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Geir var þó ekki gerð nein refsing og ríkissjóði var gert að greiða málskostnað hans.

Geir sagði við tilefnið að hann hefði unnið 95% sigur en einnig að hann í væri með til skoðnuar að kæra málið til Mannréttindadómstólsins sem hann og gerði.