*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 8. maí 2014 09:19

Meðalheildarlaun 526 þúsund krónur

Algengast er að heildarlaun séu á bilinu 400-450 þúsund krónur.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Regluleg mánaðarlaun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði voru 436 þúsund krónur að meðaltali í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 250-300 þúsund krónur og voru ríflega 17% launamanna með regluleg laun á því bili. Þá voru rúmlega 75% launamanna með regluleg laun undir 500 þúsund krónum á mánuði. Regluleg laun karla voru 475 þúsund krónur að meðaltali og regluleg laun kvenna 393 þúsund krónur.

Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru 526 þúsund krónur að meðaltali á mánuði í fyrra. Algengast var að heildarlaun væru á bilinu 400-450 þúsund og voru tæplega 14% launamanna með laun á því bili. Þá voru tæplega 60% með heildarlaun undir 500 þúsund krónum á mánuði. Heildarlaun karla voru 591 þúsund krónur að meðaltali og heildarlaun kvenna 457 þúsund krónur.

Stikkorð: Kringlan
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim