*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 21. ágúst 2014 10:26

Meðallaun fara hækkandi í Bandaríkjunum

Meðallaun í Bandaríkunum eru ennþá 4,8% lægri en fyrir efnahagshrunið.

Ritstjórn
AFP

Meðallaun heimilanna hafa farið hækkandi undanfarin þrjú ár í Bandaríkjunum og varð hækkun um 3,8% á þeim í júní mánuði. Þetta er merki þess að efnahagslífið sé að taka við sér þar í landi. 

Hins vegar hafa Bandaríkin ekki enn náð fullum bata eftir efnahagshrunið. Kreppunni lauk opinberlega fyrir fimm árum, en meðallaun eru ennþá 4,8% lægri en fyrir kreppu. Talið er að ein meginástæða þess sé að atvinnuleysi var mjög hátt fyrstu árin á eftir kreppu. Margir hafa það betra í dag en rétt eftir kreppu en efnahagsbatinn hefur ekki haft jöfn áhrif á alla.

Meðallaun svertingja hafa hækkað um 3,5% á síðustu þremur árum, á meðan meðallaun Bandaríkjamanna af spænskum uppruna hafa staðið í stað síðan árið 2011. Ungt fólk hefur einnig upplifað aukningu í launum á síðlastliðnum árum. Meðallaun ellilífeyrisþega hafa einnig hækkað en talið er að þá aukningu megi rekja til þess að ríkari kynslóð er komin á ellilífeyrisaldur. Meðallaun fólks sem er að nálgast ellilífeyrisaldur lækkuðu um 6,4% á meðan meðallaun fólks á aldrinum 35 til 55 ára lækkuðu milli 3,1% til 5,2%.

Meðallaun hafa breyst mikið milli landshluta. Meðallaun íbúa miðvestur ríkjanna hafa hækkað síðan árið 2011 og eru nú jafn há og fyrir efnahagskreppuna. Meðallaun í suðurríkjunum eru hins vegar enn 6,1% lægri en í júní 2009, á meðan meðallaun á norð austur horninu og á vesturströndinni lækkuðu um 4%.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim