Garðabær er það sveitarfélag á landinu þar sem meðallaun voru hæst í fyrra. Þetta má lesa úr tölum sem Ríkisskattstjóri hefur birt. Meðallaun á hvern framteljanda í Garðabæ voru 627 þúsund krónur á mánuði í fyrra.

Árið 2012 var Garðabær í þriðja sæti yfir hæstu meðallaunin á eftir Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum. Meðallaun í Vestmannaeyjum hækkuðu hins vegar aðeins um 0,5% og meðallaun í Fjarðabyggð um 7,6% á meðan meðallaun í Garðabæ hækkuðu um 11,8 prósent á árunum 2012-2014. Fjarðabyggð var í öðru sæti yfir hæstu meðallaunin í fyrra og er það óbreytt frá árinu 2012.

Seltjarnarnes er í þriðja sæti yfir hæstu meðallaunin í fyrra og hækkuðu meðallaun Seltirninga um 15% frá árinu 2012 þegar sveitarfélagið var í áttunda sæti. Höfðahreppur er í fjórða sæti og Vestmannaeyjar, sem trónuðu á toppnum árið 2012, eru í fimmta sæti.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Umsvif íslensku skipafélaganna.
  • Rætt við Bill Browder, höfund bókarinnar „Eftirlýstur”.
  • Rýnt í ársreikning 365 miðla.
  • Umfjöllun kanínuræktun til manneldis.
  • Saga félagsins Þú Blásól ehf.
  • Kaup Marel á hollenska fyrirtækinu MPS.
  • Svipmynd af Bjarka Má Baxter, yfirlögfræðingi WOW air.
  • Umfjöllun um aukningu farþega gegnum Leifsstöð.
  • Ítarlegt viðtal við Rúnar Árnason, forstjóra Glerborgar.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um tryggingagjald.
  • Óðinn fjallar um öfuga tekjudreifingu.