*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 6. nóvember 2014 16:01

Meðallaun í Seðlabankanum 692.143 krón­ur

Meðaltal mánaðarlauna hjá Seðlabanka Íslands voru 692.143 krónur á síðasta ári. Hafa hækkað um 23% frá árinu 2008.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Meðaltal mánaðarlauna hjá Seðlabanka Íslands voru 692.143 krónur á síðast ári. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um launakjör starfsmanna Seðlabankans.

Þá kemur einnig fram í svarinu að meðallaun starfsmanna hafa hækkað um 23,3% á árunum 2008-2013 en á sama tíma hafi laun starfsmanna ASÍ hækkað um 27,3%, laun starfsmanna BSRB hækkað um 23,6% og laun starfsmanna BHM hækkað um 21,7%.

Í svarinu er nefnt að ein skýring á hækkun launanna sé að hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna hafi aukist úr 63,7% á árinu 2008 í 82,7% á árinu 2013. Þá hafi framkvæmdastjórum einnig fjölgað með tilkomu gjaldeyriseftirlits og auknum verkefnum varðandi fjármálastöðugleika og fjármálainnviði í framhaldi af fjármálakreppunni.