*

föstudagur, 22. september 2017
Innlent 2. júlí 2012 07:35

Meðallaun á Íslandi 325 þúsund

Ísland er í 19. sæti á lista Alþjóða vinnumálastofnunarinnar yfir meðallaun á mánuði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Meðallaun á Íslandi eru 325.000 krónur á mánuði að mati Alþjóða vinnumálastofnunarinnar sem hefur birt listi yfir meðallaun ríkja heimsins. Þar er Ísland í 19. sæti, að því er greint er frá á Vísi. Upphæðir á listanum eru leiðréttar með tilliti til framfærslukostnaðar en alls eru 72 lönd á listanum.

Í efsta sæti er Lúxemborg þar sem meðallaunin eru rúmlega hálf milljón króna. Í öðru sæti er Noregur þar sem launin eru um 475 þúsund krónur á mánuði. Öll Norðurlöndin utan Ísland eru á lista yfir efstu tíu ríkin þegar kemur að launum.