*

föstudagur, 18. janúar 2019
Innlent 2. september 2016 12:58

Meira um atvinnu í Bandaríkjunum

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú 4,9%.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Í ágústmánuði sköpuðust 151 þúsund störf í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tölum frá vinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Þetta er þó minni fjölgun á störfum en hefur verið að meðaltali síðasta ár. Þá var 204 þúsund fjölgun á störfum að meðaltali.

Tala atvinnulausra í Bandaríkjunum í ágúst var því að 7,8 milljónir manns. Þetta þýðir að hlutfall atvinnulausra sé nú 4,9%, sem er það sama og í júlí.