*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Erlent 23. janúar 2018 16:43

Meiri áhættusækni en 2007

Samkvæmt áhættumælikvarða Goldman Sachs hafa fjárfestar aldrei haft meiri smekk fyrir áhættu.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Mælikvarði Goldman Sachs á áhættusmekk fjárfesta sýnir að ekki hefur verið meiri áhættusækni á mörkuðum vestanhafs síðan árið 1991. Samkvæmt þeim mælikvarða er áhættusmekkur neytenda meiri en hann var í aðdraganda fjármálakreppunnar árið 2008.

Fjárfestar virðast vera uppfullir bjartsýni en verð á hlutabréfum og bandarískum ríkisskuldabréfum er í hæstu hæðum. Goldman telur að hlutabréf séu yfirvigtuð en ríkisskuldabréf undirvigtuð á næstu 3-12 mánuðum í ljósi vaxtar og útlits fyrir aukið peningalegt aðhald á heimsvísu.