Hagnaður N1 á öðrum ársfjórðungi var öllu betri en fyrir ári síðan, þegar hann nam 487 milljónum króna. Samanlagður hagnaður N1 á fyrri helmingi þessa árs nemur tæpum 770 milljónum króna, borið saman við rúmar 409 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.

EBITDA N1 nam 1.004 milljónum samkvæmt uppgjörinu. Í fyrra nam EBITDA 794 milljónum á sama tíma.

Starfsmannakostnaður félagsins dróst saman á milli ára, og nam 976 milljónum í ár borið saman við 993 milljónir í fyrra.

Eignir N1 nema nú 22.016 milljónum króna og drógust saman úr 22.790 milljónum króna á öðrum fjórðungi 2014. Þá jukust skuldir úr 11.531 milljónum króna í 13.811 milljónir. Eigið fé dróst einnig saman, úr 11.259 milljónum króna í 8.205 milljónir.

N1 átti handbært fé sem nam 1.247 milljónum króna í lok annars ársfjórðungs, borið saman við 3.542 milljónir króna í fyrra.