Hagvöxtur ríkja á evrusvæðinu var 0,5% á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017. Það er meiri hagvöxtur en mældist í Bretlandi á sama tímabili, en þá var hagvöxtur 0,3%. CNN gerir þessu grein .

Að sögn hagstofu Bretlands var ástæða hægari hagvaxtar að dregið hefði úr verslun og eyðslu í ferðalög og hótelrými, sem komi til vegna hækkandi verða í kjölfar veikingar pundsins.

Aftur á móti styrktist staða efnahags ríkja innan evrusvæðisins, sem hafa staðið í ströngu upp á síðkastið. Til að mynda var 3% hagvöxtur á Spáni á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á síðustu 30 ársfjórðungum hefur hagvöxtur verið meiri í Bretlandi en á evrusvæðinu í 21 tilfellum.

Hagvöxtur á evrusvæðinu var svipaður hagvexti í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi. Á ársgrundvelli er hagvöxtur á evrusvæðinu 1,7% en 1,9% í Bandaríkjunum.