Hagvöxtur á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi nam 0,4% en ekki 0,3% eins og áður hafði verið gefið út, samkvæmt nýjum tölum Evrópsku hagstofunnar. BBC News greinir frá þessu.

Þá voru tölur fyrsta ársfjórðungs einnig endurskoðaðar og kom þá í ljós að vöxturinn þá var einnig meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Nam hann 0,5% en ekki 0,4% líkt og fyrri tölur áætluðu.