Tekjur af Snapchat hafa verið minni en væntingar voru um en nú hefur fyrirtækið ákveðið að gera meiriháttar breytingu til að reyna að draga úr flækjustigi appsins sem verið hefur vinsælt hjá ungu fólki.

Á næstu dögum verða notendur Snapchat varir við breytinguna sem felur í sér að efni frá vinum og kunningjum verður vinstra megin við myndavélina sem appið byggir á, en auglýsingaefni verður til hægri.

Með þessu vonast fyrirtækið til að þeir 178 milljón manns sem nota forritið daglega muni leita eftir fréttum og skemmtiefni á hægrisíðunni, en hingað til hefur efnið verið blandað hvort með öðru að því er er Business Insider greinir frá.

Vonast fyrirtækið eftir að fá meiri auglýsingatekjur með breytingunni, en jafnframt að almenningur noti það í meira mæli í samskiptum sín á milli.