*

fimmtudagur, 24. janúar 2019
Innlent 5. júní 2018 14:35

Meirihlutaviðræður hefjast í Kópavogi

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn munu hefja meirihlutaviðræður í Kópavogi.

Ritstjórn
Kristinn Magnússon

Ármann Kr.Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Birkir Jón Jónsson oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í Kópavogi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ármann, núverandi bæjarstjóri sendi frá sér.

Mikil óeining hefur ríkt innan Sjálfstæðisflokksins hvort halda ætti áframhaldandi samstarfi við BF Viðreisn eða fara í samstarf með Framsókn.