Meirihluti Breta er fylgjandi úrsögn úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri könnun ORB International. Um 52% eru fylgjandi úrsögn en 48% andvíg.

ORB segir að þetta sé í fyrsta sinn sem meirihluti Breta mælist andvígur áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu.

Breytingin er rakin til hryðjuverkanna í París, vaxandi straums flóttamanna og þess vanda sem honum hefur fylgt.

Samkvæmt könnun ORB voru 53% Breta fylgjandi áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu í október og 55% fylgjandi í september.