57% aðspurðra vilja að Vinstri græn taki sæti í næstu ríkisstjórn samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups, sem að Viðskiptablaðiðhefur undir höndum. Um 14% sögðust vilja að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur myndi tveggja flokka stjórn að loknum kosningum. Gallup kannaði hvaða flokka fólk vildi í ríkisstjórn ef kosið væri í dag. Spurt var: Hvaða flokkar, tveir eða fleiri, myndir þú vilja að mynduðu nýja ríkisstjórn?

Eins og fram kom hér að ofan nefndu 57% VG í þessu samhengi, en 35% nefndu Framsóknarflokkinn. Þá nefndu 33% Samfylkinguna, 31% Sjálfstæðisflokkinn, 30% Pírata, 26% vildu Bjarta framtíð í ríkisstjórn í einhverri samsetningu. Jafn margir vildu Flokk fólksins og VIðreisn í ríkisstjórn — eða 19%. Einungis 4% vildu sjá Dögun í ríkisstjórn.

Könnunin var netkönnun sem gerð var dagana 15. til 19 september. Alls voru 1.143 í úrtaki Gallup og var þátttökuhlutfallið ríflega 53%. Valið var handahófskennt úr viðhorfahópi Gallup.