Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur á Akureyri með 28,9% og Miðflokkurinn mælist inni með 8,7% þó að flokkurinn hafi ekki tilkynnt um framboð í bænum að því er fram kemur í nýrri könnun Fréttablaðsins .

Niðurstöðurnar sýna að núverandi meirihluti L-lista fólksins, sem er upphaflega klofningur frá árinu 1998 út úr Framsóknarflokknum, en Viðreisn og Björt framtíð koma einnig að í dag, Samfylkingar og Framsóknarflokks í bænum er fallinn.

Píratar og Miðflokkur væru í fyrsta sinn með menn inni, en Samfylkingin og Framsókn myndu hvort um sig missa annan af sínum tveimur bæjarfulltrúum.

Niðurstöðurnar eru sem hér segir:

  • 28,9% og 4 bæjarfulltrúar - Sjálfstæðisflokkur, en hann fékk 25,8% og 3 bæjarfulltrúa í síðustu kosningum.
  • 20,9% og 2 bæjarfulltrúar - L-listi fólksins, áður 21,1% og 2 bæjarfulltrúar
  • 11,1% og 1 bæjarfulltrúi - Vinstri græn, áður 10,5% og 1 bæjarfulltrúa
  • 10,1% og 1 bæjarfulltrúi - Framsóknarflokkur, áður 14,2% og 2 bæjarfulltrúar
  • 9,5% og 1 bæjarfulltrúi - Samfylkingin, áður 17,6% og 2 bæjarfulltrúar
  • 8,7% og 1 bæjarfulltrúi - Miðflokkurinn, sem enn hefur ekki tilkynnt um framboð
  • 7,4% og 1 bæjarfulltrúi - Píratar, en þeir buðu sig ekki fram síðast.