Samfylkingin hefur náð góðu forskoti á næst stærsta flokkinn, Sjálfstæðisflokk, og munar um 8 prósentustigum á milli flokkanna. Þetta kemur fram í nýrri könnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær, 7. maí, en tæplega 53% tóku afstöðu.

Vinstri græn eru nú þriðji stærsti flokkurinn með tæp 11% og Viðreisn er fjórði stærsti með 8,3%. Píratar og Miðflokkur eru svipaðir að stærð, 7,5% og 7,3%. Loks mælist Sósíalistaflokkurinn stærri en Flokkur fólksins, með 3,1% á móti 2,8%.

Loks mælast Framsóknarflokkurinn og Kvennaframboðið með 2,5% hvor, og Borgin okkar Reykjavík, framboð Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur fyrrverandi oddvita Framsóknar og flugvallarvina er með 1%. Loks fengju Alþýðufylkingin, Karlalistinn og Höfuðborgarlistinn minna en 1% fylgi.

Enginn þeirra 796 sem náðist í, af þeim 1050 manns sem hringt var í nefndu Frelsisflokkinn eða Íslensku þjóðfylkinguna. Svarhlutfallið í könnuninni var 75,8, en afstöðu tóku 52,9%. 11,4% sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 17,6% sögðust óákveðin og 18,0% vildu ekki svara.

Hér má lesa eldri fréttir um fylgi flokkanna í borginni:

Hér má lesa skoðanadálka, leiðara og pistla í Viðskiptablaðinu um málefni Reykjavíkurborgar: