Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með ríflega 29% en Samfylkingin er með fjórðung atkvæða samkvæmt fyrstu tölum í Reykjavík. Viðreisn og Vinstri græn eru með 2 borgarfulltrúa hvor og Sósíalistar og Flokkur fólksins fá einn mann ásamt Miðflokknum hver.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um , miðað við síðustu skoðananakannanir þá eru engir af þeim sem voru í baráttusætum Samfylkingar inni miðað við þessar tölur en Árbæingurinn og stjórnarmaðurinn í Fylki, Björn Gíslason í 8. sæti Sjálfstæðisflokksins er inni í borgarstjórn.

Elín Oddný Sigurðardóttir í 2. sæti Vinstri grænna er inni samkvæmt þessu, sem og Pawel Bartoszek varaþingmaður fyrir Viðreisn. Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Bergþórsdóttir eru inni fyrir Sósíalista og Flokk fólksins.

Skipting atkvæða miðað við að talin hafa verið 9.235 atkvæði eru þannig:

  • 29,2% og 8 borgarfulltrúar - Sjálfstæðisflokkur
  • 25,4% og 7 borgarfulltrúar - Samfylkingin
  • 7,7% og 2 borgarfulltrúar - Vinstri græn
  • 7,6% og 2 borgarfulltrúar - Viðreisn
  • 6,8% og 1 borgarfulltrúi - Píratar
  • 6,0% og 1 borgarfulltrúi - Sósíalistar
  • 5,8% og 1 borgarfulltrúi - Miðflokkurinn
  • 4,3% og 1 borgarfulltrúi - Flokkur fólksins
  • 3,0% og enginn borgarfulltrúi - Framsóknarflokkurinn