*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 10. apríl 2014 11:48

Meniga hlýtur Nýsköpunarverðlaun

Fyrirtækið Meniga hefur í fimm ár hjálpað fólki að halda utan um fjármálin.

Ritstjórn
Ragnheiður Elín Árandóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Georg Lúðvíksson, frkvstj. Meniga, Kristján Freyr Kristjánsson, yfirmaður íslenskrar starfsemi og Sveinn Waage markaðsstjóri.
Aðsend mynd

Fyrirtækið Meniga hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun. Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, veitti verðlaununum viðtöku. Á Nýsköpunarþingi var fjallað um vaxtarferli fyrirtækja og sóttu rúmlega 200 manns þingið, sem haldið var á Grand hótel Reykjavík, að því er segir í tilkynningu.

Meniga hlaut Frumkvöðlaverðlaun Viðskiptablaðsins árið 2011. 

Meniga rekur heimilisfjármálavefinn meniga.is sem hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur hér á landi síðan honum var hleypt af stokkunum í ársbyrjun 2010, en í dag er hann notaður af um 20% íslenskra heimila. Vefurinn er rekinn í samstarfi við alla stóru bankana þrjá. 

Meniga var stofnað í mars árið 2009. Starfsmenn eru um 80, þar af 60 hér á landi.