*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 24. september 2018 16:37

Meniga í samstarf við Tangerine

Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur gert samning við kanadíska netbankann Tangerine um notkun á útgjaldagreiningakerfi sínu.

Ritstjórn
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Haraldur Guðjónsson

Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur gert samning við kanadíska bankann Tangerine um notkun á útgjaldagreiningarkerfi þess. Kerfið verður aðgengilegt yfir 2 milljón viðskiptavinum kanadíska bankans, sem er með eignir upp á um 3.250 milljarða króna.

Þetta kom fram í tilkynningu í dag, en Tangerine og Meniga munu halda kynningu þar sem áhugaverðustu þættir samstarfsins verða sýndir seinna í dag á Marriott Marquis hótelinu við Times Square í New York.

Tangerine – svokallaður netbanki, eða útibúslaus banki – hefur verið með átak í gangi frá 2016 um að bæta upplifun viðskiptavina af netþjónustu bankans.

„Við erum stolt af samstarfinu við Tangerine, einn fremsta banka heims á sviði nýsköpunar og þjónustu við viðskiptavini.“ sagði Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim