*

þriðjudagur, 21. maí 2019
Innlent 20. desember 2018 13:42

Mentis Cura semur við NMP í Japan

Íslensk-norskt heilbrigðistæknifyrirtæki stofnað af Kristni Johnsen markaðssetur greiningartækni í Japan.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Íslensk-norska heilbrigðistæknifyrirtækið Mentis Cura hefur undirritað stóran samning við japanska fyrirtækið Nihon Medi-Physics um þróun og markaðssetningu á greiningartækni félagsins í Japan.

Mentis Cura framleiðir hugbúnað sem nýtir gervigreind og EEG-heilarit til greiningar á heila- og miðtaugakerfissjúkdómum, svo sem Alzheimer, Huntington-sjúkdóms og ADHD. Í frétt norska viðskiptablaðsins Dagens Næringslif er samningurinn í Japan sagður geta skilað félaginu 14 milljörðum íslenskra króna á næstu 10 árum.

Áður en hægt er að setja hugbúnaðinn á markað í Japan þarf hann að fara í gegnum klíníska rannsókn þar í landi og hljóta viðurkenningu japanskra stjórnvalda, en að þeim skilyrðum uppfylltum er ljóst að tekjumöguleikarnir eru verulegir segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Japanir eru fjölmenn þjóð sem nær háum meðalaldri og heilabilanir stórt og útbreytt vandamál og NMP öflugur samstarfsaðili.

Mentis Cura var stofnað á Íslandi árið 2004 af Kristni Johnsen, vísindamanni og frumkvöðli. Rannsóknar- og þróunarstarf félagsins fer fram á Íslandi, en höfuðstöðvar þess fluttust til Oslóar árið 2016. Á annan tug starfsmanna vinna hjá fyrirtækinu á Íslandi, í Noregi og í Japan.

Auk samningsins í Japan hafa vörur Mentis Cura verið í notkun á Íslandi um árabil og samið hefur verið við dreifingaraðila á Ítalíu þar sem gert er ráð fyrir að vörurnar farið í notkun snemma árs 2019.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim