Mercedes-Benz var mest seldi lúxusbíllinn í júlí. Mercedes seldi 149.753 bíla, BMW seldi 147.513 og Audi 146.100.

Aðrir lúxusbílaframleiðendur eru langt á eftir stóru þýsku framleiðendunum. Volvo seldi 38.128 bíla, Land Rover Jaguar seldi 33.239 og Porsche seldi 20.733. Sala á Lexus var um 35 þúsund bílar.

Söluaukingin var einnig mest hjá Mercedes milli ára í júlí af þremur efstu, eða 15,2%. Aukningin hjá BMW nam 5,8% og 1,4% hjá Audi.

Heldur BMW titlinum?

BMW er mest seldi lúxusbíllinn fyrstu sjö mánuði ársins með 1.079.554 bíla seldi. Aðeins munar 272 bílum á Audi og Mercedes-Benz, þeim fyrrnefnda í vil. Audi hefur 1.048.450 bíla en Mercedes 1.048.178 bíla.

Mercedes mun að öllu óbreyttu fara fram úr Audi í næsta mánuði. Hins vegar er meiri óvissa um toppsætið. Ef söluaukning BMW og Mercedes verður óbreytt næstu mánuði mun Mercedes taka fram úr í byrjun næsta árs, eins og við greindum frá í síðasta mánuði . Ástandið á mörkuðum í Kína gæti hins vegar haft mikil áhrif.

Kína mikilvægast fyrir Audi

Fyrstu sjö mánuðina seldi Audi 30,2% af allri sinni sölu til Kína, en hlutfallið er um 37% hjá Volkswagen samstæðunni í heild. Hlutfall BMW var 20,8% og Mercedes-Benz 18%.

Salan á Mercedes í Kína jókst um 41,5% í júlí en 24,2% fyrstu sjö mánuðina. BMW jók söluna um 1,3% í júlí og 4,1% fyrstu sjö mánuðina. BMW gefur þessar tölur aðeins upp að meðtalinni sölu á MINI og því eru þær ekki nákvæmar. Salan hjá Audi dróst saman um 12,5 í júlí og samdrátturinn fyrstu  sjö mánuðina nam 0,3%.

Meiri samdráttur var í Kína hjá sumum minni lúxusbílaframleiðendanna í júlí. Salan hjá Jaguar Land Rover fór niður um 28% og 15,3% hjá Volvo. Porsche jók hins vegar söluna um 6,2%.