Argentíski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi þarf að mæta fyrir dóm til þess að svara fyrir skattamál sín. Er honum gefið að sök að hafa svikið undan skatti á Spáni. BBC News greinir frá málinu.

Dómari á Spáni hafnaði beiðni um niðurfellingu ákæru í málinu. Hafði þess verið krafist á þeim grundvelli að faðir Messi bæri ábyrgð á fjármálum hans en ekki hann sjálfur.

Feðgarnir eru sakaðir um að hafa skotið fjórum milljónum evra undan skatti, en það jafngildir um 600 milljónum íslenskra króna. Þeir neita sök í málinu og hafa fimm daga til þess að áfrýja ákvörðun dómarans.