*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 3. október 2014 14:07

Messi fer fyrir dóm vegna meintra skattsvika

Knattspyrnustjarnan Lionel Messi þarf að mæta fyrir dóm til að svara fyrir skattamál sín.

Ritstjórn
Lionel Messi.

Argentíski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi þarf að mæta fyrir dóm til þess að svara fyrir skattamál sín. Er honum gefið að sök að hafa svikið undan skatti á Spáni. BBC News greinir frá málinu.

Dómari á Spáni hafnaði beiðni um niðurfellingu ákæru í málinu. Hafði þess verið krafist á þeim grundvelli að faðir Messi bæri ábyrgð á fjármálum hans en ekki hann sjálfur.

Feðgarnir eru sakaðir um að hafa skotið fjórum milljónum evra undan skatti, en það jafngildir um 600 milljónum íslenskra króna. Þeir neita sök í málinu og hafa fimm daga til þess að áfrýja ákvörðun dómarans. 

Stikkorð: Lionel Messi
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim