*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 3. október 2017 14:15

Mest aukning á Suðurnesjum

Aukning gistinátta erlendra ferðamanna nam 470% á Suðurnesjum frá árinu 2011, en 41% í ágúst.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Síðan uppsveiflan í ferðaþjónustu hófst árið 2011 hefur fjöldi gistinátta á hótelum hér á landi hverfi aukist meira hlutfallslega en á Suðurnesjum. Á þessu tímabili hefur aukningin á svæðinu verið 470% að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. 

„Næstmesta aukningin var á Austurlandi á þessu tímabil eða rúmlega 400%. Þegar þessi svæði eru borin saman það sem af er þessu ári kemur í ljós að á fyrstu 8 mánuðum ársins jókst fjöldi gistinátta á Suðurnesjum um 79% en milli sömu tímabila var um að ræða 0,8% samdrátt á Austurlandi,“ segir í samantekt bankans.

„Sé horft til fyrstu 8 mánaða ársins skera Suðurnes sig verulega frá öðrum svæðum landsins en næstmesta aukningin í fjölda gistinátta var á Suðurlandi þar sem aukningin nam 27%.“

Í ágúst jókst fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna á heilsárshótelum um 3,3% frá sama tíma í fyrra. Heildarfjöldinn í mánuðinum nú nam 426 þúsund, en um er að ræða örlítið meiri aukningu á 12 mánaða grundvelli en í júlí þegar aukningin nam 1,4%. „Gistinóttum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 2,2% í ágúst eftir 1,7% samdrátt í júlí,“ segir í samantektinni.

„Það svæði sem sker sig mest úr eru Suðurnes en þar jókst fjöldi gistinátta um 41% í ágúst sem er vel að merkja minnsti vöxturinn á því svæði það sem af er ári. Fyrir utan Suðurnes var aukningin mest á Vesturlandi (12,3%) og Suðurlandi (4,6%).“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim