Fréttir af mannabreytingum fyrirtækja og stofnana í Viðskiptablaðinu eru jafnan mikið lesnar. Nú þegar nýja árið er við það að ganga í garð er áhugavert að skoða hvaða fréttir voru mest lesnar í flokknum.

6. Deloitte ræður til sín 6 starfsmenn
Svanur Þorvaldsson var ráðinn til Deloitte sem ráðgjafi í mars, en félagið réð auk þess 5 nýja starfsmenn í þróun sjálfvirkni.

7. Nýir starfsmenn til KPMG
Ráðgjafasvið KPMG réð fjóra nýja starfsmenn í rekstrarráðgjöf fyrirtækisins í september: þau Helga Haraldsson, Kristjönu Kristjánsdóttur, Hjörleif Þórðarson og Bjarka Benediktsson.

8. Tómas hættir hjá WOW air
Tómas Ingason lét af störfum sem framkvæmdastjóri viðskiptasviðs WOW air í ágúst. Var það í annað sinn sem Tómas hætti hjá flugfélaginu.

9. Hlíf tekur við af Gísla hjá Gamma
Gísli Hauksson hætti sem stjórnarformaður Gamma í febrúar til að taka við erlendri starfsemi sjóðstýringarfélagsins.

10. Bergþóra hættir sem forstjóri ÍSAM
Bergþóra Þorkelsdóttir, hætti sem forstjóri ÍSAM, í lok mars. Í byrjun júlí var hún skipuð forstjóri Vegagerðarinnar.