Óhætt er að segja að árið 2018 hafi verið viðburðaríkt og komu fréttir úr Frjálsri verslun víða við. Hér er listi yfir þær fréttir sem eru í 6-10 sæti yfir mest lesnu fréttir ársins úr tímaritinu.

6. Páll tekjuhæsti embættismaður landsins

Páll Matthíasson var tekjuhæsti embættismaður þjóðarinnar árið 2017 samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar.

7. Tekjuhæstu listamenn ársins 2017

Nýtt tekjublað Frjálsrar verslunar kom út á árinu þar sem finna má tekjur tæplega 4.000 Íslendinga.

8. „Ég vissi að það yrði söknuður"

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, er í viðtali í nýju tímariti Frjálsrar verslunar.

9. Innflæðishöftin og spákaupmennirnir

„Við munum ekki láta spákaupmenn, sem eru í leit að skjótfengnum gróða, spila með gjaldmiðilinn okkar."

10. Vissi ekki að stjórnin væri bitlingur

Margrét Guðmundsdóttir, formaður stjórnar N1, hvetur stjórnvöld til að fylgja fordæmi einkageirans við val á stjórnarmönnum.