Óhætt er að segja að árið 2016 hafi verið viðburðaríkt og komu hrafnarnir Huginn og Muninn  víða við. Hér er listi yfir þá fimm pistla hrafnanna sem voru mest lesnir á árinu sem er að líða, en almennt voru þeir mikið lesnir yfir árið.

1) Aflandsfélög Bjarkar Guðmundsdóttur

Aflandsfélög Bjarkar Guðmundsdóttur hljóta að setja yfirlýsingar hennar um spillingu á Íslandi í annað ljós.

2) Ótrúlegur tvískinnungur

Stuðningsmenn Guðna Th. og Andra Snæs kveinka sér undan óréttlátri umræðu á sama tíma og  þeir ata einn mótframbjóðenda auri.

3) Magnús Orri krossleggur fingur

Óhætt er að segja að umræðan um fjármál maka stjórnmálamanna hafi tekið stakkaskiptum síðustu misseri.

4) Birgitta pirruð út í kjósendur

Birgitta Jónsdóttir er vonsvikin með vanþakklæti kjósenda, sem ekki hlýða henni sem skyldi.

5) Unnur Brást

Unnur Brá Konráðsdóttir hefur lengið notið aðdáunar fyrir að fara eigin leiðir, en margir stjórnarliðar eru ósáttir við hana nú.