Óhætt er að segja að árið 2016 hafi verið viðburðaríkt og komu leiðarar Viðskiptablaðsins víða við. Hér er listi yfir fimm mest lesnu leiðarana á árinu sem er að líða, en almennt voru þeir mikið lesnir yfir árið.

1) Vindhögg gegn Markúsi

Lagaákvæðið er skýrt og það gildir um dómara sem aðra að almennt á ekki að takmarka einstaklingsfrelsi þeirra.

2) Stormur í aðsigi

Vandi Seðlabankans er margþættari og alvarlegri en ætla mætti við fyrstu sýn.

3) Samfylkingin í kviksandinum

Flokksmenn Samfylkingarinnar kusu yfir sig óbreytt ástand þegar Oddný Harðardóttir var kjörinn formaður flokksins.

4) Næstu kosningar

Getur verið að stjórnarandstaðan sé ekki eins áfjáð í kosningar og af er látið? Einungis tveir flokkar virðast tilbúnir.

5) Málið verður ekki þaggað niður

Sama hvað Framsóknarmenn segja þá hefur Tortola-málið veikt stöðu forsætisráðherra og málstað hans í haftamálum.