*

miðvikudagur, 21. nóvember 2018
Neðanmáls 25. desember 2017 13:43

Mest lesnu Neðanmáls Halldórs 2017: 6-10

Teikningar Halldórs Baldurssonar, sem sér lífið og tilveruna oft frá skemmtilegu sjónarhorni, eru vinsælar.

Ritstjórn

Vikulegar teikningar Halldórs Baldurssonar í Viðskiptablaðinu vekja oft kátínu og hafa þær verið vinsælar á vef blaðsins. Í tilefni ársloka rifjum við nú upp þær sem hafa verið mest lesnar á árinu 2017.

Hér er listi yfir þær Neðanmálsteikningar sem voru í 6. til 10. sæti yfir þær mest lesnu í ár, í öfugri röð:

10. Krónan fær sér styrkjandi
Þessi teikning Halldórs birtist á vefnum 19. mars, í tilefni þess að gjaldeyrisviðskipti voru gefin frjáls.

9. Þingið í skjóli kjararáðs
Þessi teikning Halldórs birtist á vefnum 23. febrúar, í tilefni enn einnar ákvörðunar Kjararáðs um launahækkanir. Lítið virðist því hafa breyst á tæpu ári og Kjararáð heldur áfram að hleypa illu blóði í kjaradeilur.

8. Lundakrónan tekur við
Þessi teikning Halldórs birtist á vefnum 5. mars og sýnir vaxandi áhrif ferðamennskunnar á íslenska gjaldmiðilinn.

7. Sjómenn hala þinginu inn
Þessi teikning Halldórs birtist á vefnum 19. febrúar og er vísun í verkfall sjómanna og áhrif þess á þing og þjóð.

6. Ferðamannaparadísin Ísland
Þessi teikning Halldórs birtist á vefnum 5. febrúar og vísar í fjölbreytta nýsköpun íslenska ríkisins í að skattleggja ferðamenn og íbúa landsins.

Stikkorð: Krónan Kjararáð ferðamenn sjómenn þing