Nú þegar senn líður að lokum þessa viðburðaríka árs er ekki úr vegi að rifja upp mest lesnu pistla Óðins á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, á árinu 2017. Viðskiptablaðið hyggst því birta 10 mest lestu pistlana í öfugri röð.

Hér eru þeir sem voru í sætum 10 til 6. yfir mest lesnu pistlana:

10. Stórslys þýskrar framleiðni
Pistillinn birtist 14. febrúar með undirfyrirsögninni: Frá árinu 2008 hefur framleiðni þýsks vinnuafls lítið aukist. Meðalaukning á ári er um 0,5%.

9. „Gáfuleg fyrirmæli“ Steingríms
Pistillinn birtist 18. júlí með undirfyrirsögninni: „Í einföldu máli komast þau að þeirri niðurstöðu að nýsköpun innan fyrirtækjanna minnkar í kjölfar hækkunar tekjuskatts á fyrirtæki í þeirra heimaríki."

8. Embættisafglöp í Svörtuloftum
Pistillinn birtist 2. maí með undirfyrirsögninni: Fimm árum eftir að Samherjamálið hófst hefur ekki ein einasta ákæra verið gefin út, engin sekt verið greidd og er ekkert sem bendir til lögbrots.

7. Samkeppnin, Hagar og fjölmiðlar
Pistillinn birtist 4. júlí með undirfyrirsögninni: Öllum hlýtur að vera ljóst að Costco getur rústað samkeppni á dagvörumarkaðnum og reyndar víðar, til dæmis á olíumarkaðnum.

6. Gölluð skýrsla um aflandsfélög
Pistillinn birtist 7. febrúar með undirfyrirsögninni: Óðinn gagnrýnir skýrslu starfshóps fjármálaráðuneytisins á fjármagnsflutningi og eignarumsýslu á lágskattasvæðum.