Veltan í viðskiptum í Kauphöllinni í dag var 9,783,977,335, eða tæpir 9,8 milljarðar. Þar af var um 8,5 milljarða króna velta með skuldabréf og 1,3 milljarða króna velta með hlutabréf.

Umtalsverð velta var með viðskipti í olíufélaginu N1, eða tæpar 525 milljónir, og hækkaði gengi bréfa þeirra um 1,54%. Mest hækkuðu bréfin í Nýherja eins og oft áður undanfarið, eða um 1,94%. Sem fyrr var veltan með bréfin þó afar lítil eða 1,4 milljónir.

Gengi bréfa í Reginn hækkuðu um 1,92% og Reitir og Eimskip hækkuðu um 0,44%. Mesta lækkunin var hjá Össuri eða 2,08% í 186 milljóna króna viðskiptum. HB Grandi lækkaði um 0,24% og Hagar um 0,13%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,12% og stendur gildi hennar í 1504,23. Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,05% og stendur í 133,272. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,15% og stendur í 311,852.