*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Innlent 2. ágúst 2017 16:37

Mest velta með bréf Reita

Reitir fasteignafélag og Icelandair Group hækkuðu mest í viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,63% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1804,58 stigum eftir rúmlega 2,3 milljarða viðskipti.

Mest velta var í viðskiptum með bréf Reita fasteignafélags sem hækkuðu um 2,02% í 477 milljóna króna viðskiptum. 

Gengi bréfa Icelandair Group hækkaði um 2,01% í 307 milljóna viðskiptum og Regins um 1,44% í 333 milljóna viðskiptum

Gengi bréfa N1 lækkaði um 1,28% í 125 milljóna króna viðskiptum og VÍS um 0,97% í 49 milljóna viðskiptum.