*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 18. júní 2018 13:18

Mesta áhorf í sögunni

Aldrei hafa eins margir horft á íþróttaviðburð hér á landi eins og á leik Íslands og Argentínu.

Ritstjórn
epa

Aldrei hafa eins margir horft á íþróttaviðburð hér á landi eins og á leik Íslands og Argentínu samkvæmt bráðabirgðatölum frá Gallup, en leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Meðaláhorf yfir leiknum var 60%, en eldra metið var 58,8% áhorf á leik Íslands og Englands á EM fyrir tveimur árum síðan.

Áhorfið mældist mest kl. 14:54 á laugardaginn, en þá var síðasta mínúta uppbótartímans í gangi.

Hlutdeild RÚV á meðan á leik stóð var 99.6%. Það gefur til kynna að nánast allir sem voru á annað borð með kveikt á sjónvarpi á þessum tíma voru að horfa á leikinn.   

Stikkorð: RÚV Ísland HM
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim