Bandarískir neytendur hafa ekki verið jafn bjartsýnir í nánast 15 ár. Þetta kemur fram á fréttaveitu Bloomberg.

Vísitalan sem Bloomberg notast við kallast Bloomberg Consumer Comfort Index, en hún stendur nú í 56 stigum. Í mars mánuði 2002, náði hún síðast hámarki og stóð þá í 53,5 stigum.

Óhætt er að fullyrða um það að mikil fylgni sé milli bjartsýninnar og kosningaloforða Donald Trumps. Líklegast vega loforðin um lægri skatta og meira athafnafrelsi þyngst í þessum vonum.

Samt sem áður telja 23% þeirra sem tóku þátt í síðustu könnun að hagkerfið sé ekki á batavegi. Í nóvember voru það aftur á móti 35% sem voru á þeirri skoðun.