Fasteignaverð hækkaði um 9,4% að jafnaði á síðasta ári og hefur árshækkun ekki verið meiri frá árinu 2007. Hagdeild Alþýðusamband Íslands telur að þó íbúðafjárfesting hafi tekið við sér eftir samdrátt á síðasta ári sé aukið framboð ekki nægjanlegt til að mæta vaxandi eftirspurn og því sé útlit fyrir að ekki dragi úr hækkun húsnæðisverðs.

„Aðstæður í dag eru afar ólíkar þeim sem ríktu fyrir hrun þegar auðvelt aðgengi að lánsfé og óhóflegar væntingar kaupenda ýttu undir bólumyndun á húsnæðismarkaði," segir í hagspá ASÍ. „Þróunin núna á sér stað samhliða bættri fjárhags- og skuldastöðu heimilanna. Hins vegar skýrist hækkun húsnæðisverðs um þessar mundir ekki eingöngu af bættri stöðu á eftirspurnarhlið markaðarins heldur ekki síður af litlu framboði á nýju húsnæði."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .