Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% milli mánaða í nóvember. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 1,9% og verð á sérbýli um 0,2%.

Á síð­ustu tólf mánuðum hefur fjölbýli því hækkað um 15,6%, sérbýli um 13% og heildarhækkunin er því 14,8%.

„Hækkanir síðustu 12 mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til ársins 2007 til að sjá álíka tölur,“ segir í Hagsjá Landsbankans, þar sem teknar eru saman tölur yfir þróun fasteignaverðs.