Vísitalan The Stoxx Europe 600 lækkaði mest í þessari viku það sem af er árs. Vísitalan lækkaði um 1,8% og endaði í 403,69 stigum. The Greek ASE Index lækkaði um 3% þar sem grísku bankarnir, National Bank og Greece og Alpha Bank lækkuðu um meira en 7%. Eins og kunnugt er orðið er landið í mikilli baráttu við að forðast gjaldþrot og eru armar vandræðanna farnir að teygja sig um víðan völl. Jákvæðar horfur er þó annarsstaðar í Evrópu og hækkaði til að mynda þýska vísitalan Germany DAX um 5,5% í þessari viku. Það er mesta hækkun síðan árið 2011. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg .

Grísk hlutabréf lækkuðu um 6% í vikunni sem er versta frammistaðan á vestur-evrópskum markaði. Christine Lagarde hjá Alþjóðaþjóðagjaldeyrissjóðnum sagði opinberlega á þriðjudag að hún myndi ekki gefa Grikkjum möguleikann á því að fresta næstu skuldaafborgun.

Evrópsk hlutabréf lækkuðu annan daginn í röð eftir að hafa náð nýjum hæðum á miðvikudag. Endaði það svo að lækkunin í vikunni var 2,2%.