Capacent telur virði Icelandair 50% verðmætara en núverandi markaðsgengi félagsins segir til um samkvæmt nýju verðmati Capacent á flugfélaginu. Þó lækkaði Capacent verðmat sitt á Icelandair Group sem byggði á uppgjöri annars ársfjórðungs um 10% eftir afkomuviðvörn Icelandair á mánudag, úr 11,9 krónum á hlut í 10,7 krónur á hlut.

Verðmatið byggir á því að EBITDA Icelandair verði 90 milljónir dollara á þessu ári og 142 milljónir dollara árið 2019.

Capacent metur Icelandair Group í heild því á 51 milljarð króna en markaðsvirði félagsins við lokun markaða á föstudag nam 35 milljörðum króna. Eigið fé Icelandair nam 57 milljörðum króna í lok júní á þessu ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .