Þjónustuútflutningur nam 248,5 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og jókst um 23,2 milljörðum króna, eða 10,3%, á milli ára. Öll þjónusta sem seld er til erlendra ferðamanna hér á landi telst til þjónustuútflutnings en einnig tekjur af huverkaréttindum.

Þjónustuinnflutningur nam 127,4 milljörðum króna, og jókst um 15,4 milljarð, eða 14%. Afgangur á þjónustujöfnuði nam því 123,7 milljörðum króna og jókst um 7,8 milljarða króna, eða 6,7%. Þetta er metafgangur á þjónustujöfnuði á þriðja ársfjórðungi en fyrra met var frá árinu 2016 þegar afgangurinn mældist 122,8 milljarða króna að því fram kemur í greinungu Landsbankans.

Notast greiningardeild bankans upplýsingar frá Hagstofu Íslands en stofnunin bendir þó á að þjónustujöfnuðurinn við útlönd minnki nú á fyrstu níu mánuðum ársins milli ára. Var hann jákvæður um 219,5 milljarða fyrstu níu mánuði síðasta árs en er núna jákvæður um 209,9 milljarða.

Auknar tekjur af hugverkaréttindum

Tekjur af hugverkaréttindum jukust svo um 13 milljarða króna milli ára að því er Landsbankinn bendir á. Aukinn útflutning þjónustu má rekja til ýmissa liða en þar vega mest tekjur vegna gjalda fyrir notkun á hugverkaréttindum.

Útflutningur á þeim lið nam 1,1 milljarða króna í fyrra en 14,1 milljörðum króna nú og nam aukningin því 13 milljörðum. Tekjur af þessum lið hafa verið töluvert sveiflukenndar á síðustu árum.

Útflutningur ferðaþjónustu jókst svo um 5,3 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi, en hann dróst hins vegar saman um hálfan milljarða á öðrum ársfjórðungi. Var það í fyrsta sinn síðan á fjórða ársfjórðungi ársins 2010 sem hann dróst saman milli ára.

Ferðamenn innanlands eyða minna en Íslendingar eyða meira úti

Tekjur af ferðalögum ferðamanna innanlands voru nokkuð minni en sem nam fjölgun þeirra, eða 8,5% vöxtur á móti 4,8% fjölgun á öðrum ársfjórðungi og 5,5% á þeim þriðja. Segir Landsbankinn þetta ákveðna vísbendingu um að erlendir ferðamenn hafi dregið úr neyslu sinni í eigin gjaldmiðlum.

Ferðalög Íslendinga, sem er stærsti liðurinn í þjónustuinnflutningi Íslendinga, eru ferðalög Íslendinga erlendis. Hann jókst um 6,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi, sem er 13% aukning á milli ára. Á sama tíma jukust ferðir Íslendinga um 3,9% erlendis, svo ljóst er að neysla hvers ferðamanns var að aukast erlendis.