Bandaríski bílaframleiðandinn Ford Motor Co. skilaði hagnaði sem nemur 1,9 milljörðum Bandarikjadala á þriðja ársfjórðungi, eða um 244 milljarðar íslenskra króna. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi árið áður var 835 milljónir dala. Wall Street Journal greinir frá.

Rekstarhagnaður félagsins var 2,7 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 347 milljarðar króna, en rekstarhagnaður félagsins var 1,4 milljarður á sama ársfjórðungi á síðasta ári.

Ford hefur aldrei skilað jafn háum rekstrarhagnaði fyrir einn ársfjórðun og núna. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að sterkur vöxtur á Norður-Ameríku markaði hafi bætt upp fyrir samdrátt í Asíu og Suður-Ameríku.

Tekjur jukust um 9% og voru 38,1 milljarður dala í ársfjórðungnum. Ford gerir ráð fyrir auknum vexti á Evrópu og Norður-Ameríku markaði á árinu en minnkandi sölu í Kína.