Aðal flugfélag Ástrala, Qantas hefur hagnast um 1,42 milljarð ástralskra dala og nánast tvöfaldað hagnað á milli ára. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Þetta var í kjölfar endurskipulagningar hjá fyrirtækinu eftir mettap árið 2014.

Fyrirtækið hefur meðal annars sagt upp starfsfólki, en það hagnaðist einnig á lækkun olíuverðs.

Hlutabréf í Qantas hafa hækkað 4% í kjölfar fréttanna um þennan methagnað.

Fyrirtækið vill enn fremur veita starfsmönnum sínum 3,000 ástralskra dollara eða því sem jafngildir um 247 þúsund króna bónus, vegna góðs gengis fyrirtækisins.