*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 4. nóvember 2016 12:16

Methagnaður hjá Starbucks

Stærsta kaffihúsakeðja heims skilaði methagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Keðjan stefnir að stórsókn í Kína.

Ritstjórn
Howard Schultz, forstjóri Starbucks.
epa

Starbucks, stærsta kaffihúsakeðja heimsins, hagnaðist um 4,2 milljarða dollara á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður keðjunnar jókst um 16% milli ára. Stærsti markaður keðjunnar er í Norður-, Mið- og Suður-Ameríku, en þar jókst sala Starbucks um 11%.

Keðjunni óx einnig fiskur um hrygg í Asíu og þá sér í lagi í Kína. Vöxtur fyrirtækisins í Asíu- og Kyrrahafslöndum nam 23% það sem af er ári. Forstjóri Starbucks, Howard Schultz, sagði að kínversku útibúin þau hagkvæmustu og skiluðu mestum hagnaði.

Nú stefnir Starbucks keðjan um að fjölga útibúum sínum í Kína um helming. Þær yrðu þá 5,000 talsins árið 2021. Haft er eftir Schultz í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, að efnahagur heimsins og hegðun neytenda, yrði þó helsta hindrun Starbucks í náinni framtíð - þar sem að ferskir vinda blása nú.

Stikkorð: Starbucks met hagnaður
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim