Í samanburði á þróun íbúðaverðs í nokkrum hverfum í Reykjavík sést að svæðið innan Hringbrautar og Snorrabrautar, hér kallaður Miðbær, hefur séð mesta hækkun, eða 44% hækkun síðan á fyrsta ársfjórðungi ársins 2011 til annars ársfjórðungs á þessu ári.

Af þeim hverfum sem borin voru saman var hins vegar minnsta hækkunin í Grafarholti eða 31,4%. Breiðholt utan Seljahverfis sá hækkun sem nemur um 34,5%, en hækkunin í Fossvogi nam 39%. Í öllum tilvikum er hér um að ræða nafnverðshækkun.

Næst hæsta meðalverðið í Fossvogi

Hæsta meðalverðið var á Miðbæjarsvæðinu, næst hæst í Fossvogi, en ódýrast er það í Breiðholti.

Meðalkaupverð á Miðbæjarsvæðinu fór úr 258.430 krónum á fermetrann á tímabilinu upp í 465.074 krónur, meðan meðalverðið í Grafarholti fór úr 227.639 krónum á fermetrann upp í 331.670 krónur.

Í Breiðholti fór verðið úr 194.630 krónum á 1. ársfjórðungi ársins 2011 upp í 297.271 krónur á 2. ársfjórðungi þessa árs, meðan verðið í Fossvogi fór úr 243.549 krónum upp í 399.392 krónur.