Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði fermetraverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu um 20,1% milli áranna 2016-2017. Arnarnesið í Garðabæ var það hverfi sem hækkaði mest, en fermetraverð hækkaði um 48% þar. Minnsta hækkunin var í miðborginni, en hún nam 11,2%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagfræðideild Landsbankans.

Hæsta meðalverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu árið 2017 var í miðborginni. Þar var verðið um 502 þúsund krónur á hvern fermetra, sem er um 21% hærra verð en í næsta hverfi á eftir. Arnarnesið var næst dýrasta hverfið og Seltjarnarnes var í þriðja sæti. Af tíu dýrustu hverfum höfuðborgarsvæðisins eru 5 í Reykjavík. Laugardalur var í 4. sæti, Grafarholt í 7. sæti og Vesturbær, Hlíðar og Háaleiti í 8. sæti.

Ódýrustu hverfin árið 2017 voru í Seljahverfið og Breiðholt annað, sem inniheldur öll hverfi í Breiðholti nema Seljahverfið.