*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 4. júní 2018 14:36

Miðborgin dýrasta hverfið

Dýrasta fermetraverð fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu árið 2017 var í miðborginni.

Ritstjórn
Miðborg Reykjavíkur var dýrasta hverfi höfuðborgarsvæðisins árið 2017.
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði fermetraverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu um 20,1% milli áranna 2016-2017. Arnarnesið í Garðabæ var það hverfi sem hækkaði mest, en fermetraverð hækkaði um 48% þar. Minnsta hækkunin var í miðborginni, en hún nam 11,2%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagfræðideild Landsbankans. 

Hæsta meðalverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu árið 2017 var í miðborginni. Þar var verðið um 502 þúsund krónur á hvern fermetra, sem er um 21% hærra verð en í næsta hverfi á eftir. Arnarnesið var næst dýrasta hverfið og Seltjarnarnes var í þriðja sæti. Af tíu dýrustu hverfum höfuðborgarsvæðisins eru 5 í Reykjavík. Laugardalur var í 4. sæti, Grafarholt í 7. sæti og Vesturbær, Hlíðar og Háaleiti í 8. sæti. 

Ódýrustu hverfin árið 2017 voru í Seljahverfið og Breiðholt annað, sem inniheldur öll hverfi í Breiðholti nema Seljahverfið. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim