*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 7. febrúar 2018 08:28

Miðflokkurinn stillir upp í Reykjavík

Miðflokksfélag Reykjavíkur auglýsir eftir frambjóðendum fyrir borgarstjórnarkosningarnar, áhugasamir hafa 10 daga.

Ritstjórn
Þann 26. maí næstkomandi verður kosið um 23 borgarfulltrúa í Reykjavík, sem þýðir að um 4,2% atkvæða nægir hverjum flokki.
Haraldur Guðjónsson

Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur (MFR) hefur tekið ákvörðun um að stillt verði upp framboðslista Miðflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík sem verða laugardaginn 26. maí n.k.

Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér á framboðslista flokksins eru vinsamlegast beðnir um að senda eftirfarandi upplýsingar áreykjavik@midflokkurinn.is: nafn, heimilisfang, starfsheiti, símanúmer, netfang ásamt því sæti sem óskað er eftir.

Lokafrestur til að skila inn framboðum er klukkan 12:00, laugardaginn 17. febrúar n.k. Þann 24. febrúar mun svo stjórn MFR kynna 6 efstu frambjóðendur á framboðslistanum, en formaður félagsins er Reynir Þór Guðmundsson.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim